Vinátta barna og unglinga – fyrirlestur í Hlöðunni

Þér er boðið á frábæran fyrirlestur um vináttu barna og unglinga

Fyrirlesari: Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands

Tími: Miðvikudagurinn 11. febrúar kl. 20:00

Staður: Hlaðan í Gufunesbæ

Fjallað verður um mikilvægi vináttu fyrir börn og unglinga. Megináhersla verður lögð á leiðir fyrir foreldra til að geta aðstoðað börn sín við að eignast vini og halda þeim.

Léttar veitingar í boði.

Við vonumst til að foreldrar fjölmenni á fyrirlesturinn. Miklu máli skiptir að börnum okkar líði vel og það eru leiðir til þess að bæta líðan þeirra. Það er einnig mikilvægt að við foreldrarnir fáum tækifæri til að hittast og efla samstöðu okkar.

Hlökkum til að eiga góða kvöldstund með ykkur

Fyrirlesturinn er sameiginlegur öllum foreldrafélögum í Grafarvogi og Kjalarnesi.

Umsjón í ár er í höndum Foreldrafélags Foldaskóla.

 

Hérna er slóð á grein á mbl.si sem Vanda skrifaði í september 2014 um mikilvægi vináttu sem vörn gegn einelti og að “rannsóknir sýni að mjög mik­il­vægt sé fyr­ir and­lega vellíðan barna að þau eigi vini, og hægt sé að kenna þeim vináttu­færni og þjálfa í henni. Vinátta sé vernd­andi gegn einelti.”

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/09/28/vinatta_er_vernd_gegn_einelti/

Fyrirlestur_vinatta_augl

 

 

 

 

UM HÖFUNDINN

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.