Vetrarfrí
Samkvæmt ákvörðun Skóla-og frístundasviðs Reykjavíkur og samþ. skóladagatali Rimaskóla 2014 – 2015 á Rimaskóli líkt og aðrir grunnskólar borgarinnar að taka vetrarleyfisdaga föstudaginn 17. október, mánudaginn 20. okt. og þriðjud. 21. okt.
Þessa daga fellur allt skólastarf niður.
Skólahald hefst að loknu vetrarleyfi skv. stundaskrá miðvikudaginn 22. október, Óskum nemendum okkar góðs vetrarleyfis.
Skoða má dagskrá frístundamiðstöðva og menningarstofnana í vetrarfríinu á vef Reykjavíkurborgar:
http://reykjavik.is/sites/default/files/vetrarfri_2014_5x38.pdf
Helgi Árnason
Rimaskóli