Veist þú um gott verkefni í þínum skóla? Tilnefningar til Foreldraverðlaunanna 2016

Kæru foreldrar og skólafólk.

Nú hefur verið opnað fyrir tilnefningar til Foreldraverðlaunanna 2016 en síðasti skiladagur er 27. apríl.

Hægt er að senda inn tilnefningar  hér: http://www.heimiliogskoli.is/foreldrastarf/foreldraverdlaun/tilnefning-til-foreldraverdlauna-heimilis-og-skola/

Einnig er hægt að tilnefna sérstaklega til dugnaðarforkaverðlauna: http://www.heimiliogskoli.is/foreldrastarf/foreldraverdlaun/tilnefning-dugnadarforkur/

Markmið Foreldraverðlauna Heimilis og skóla er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fer fram innan leik-, grunn og framhaldsskóla, og þeim mörgu verkefnum sem stuðla að öflugu og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins. Foreldraverðlaun eru veitt til eins verkefnis/viðfangsefnis. Heimili og skóli – landssamtök foreldra standa fyrir Foreldraverðlaunum en samtökin sjálf, stjórn eða  starfsfólk  tilnefna ekki verkefni, heldur vinnur dómnefnd úr innsendum tilnefningum. Niðurstöður dómnefndar byggjast á greinargerðum og rökstuðningi þeirra aðila sem tilnefndu.

Bestu kveðjur,

 

Björn Rúnar Egilsson

Verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og SAFT

 

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.