Vefkönnun; ÚTTEKT Á FRAMKVÆMD STEFNU UM MENNTUN ÁN AÐGREININGAR Á ÍSLANDI
Kæru foreldrar
Mennta- og menningarmálaráðuneytið stendur fyrir úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar í samstarfi við Evrópumiðstöð um nám án aðgreiningar og sérþarfir (European Agency for Special needs and Inclusive Education). Þegar hefur verið aflað margvíslegra gagna og upplýsinga með rýniviðtölum og fundum með hagsmunaaðilum. Nú hefur verið opnuð vefkönnun á íslensku til ákveðinna aðila, þ.e. foreldra, kennara, stuðningsstarfsfólks í skólum og stjórnenda. Könnuninni er ætlað að auka gildi úttektarinnar með ítarlegum spurningum um viðhorf til innleiðingar stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi.
Könnunin felur í sér spurningar sem sumar eru sameiginlegar öllum hópunum og aðrar spurningar eru mismunandi eftir því hvaða hópur á í hlut. Markmiðið er að afla upplýsinga um viðhorf til ákveðinna þátta í framkvæmd menntunar án aðgreiningar á Íslandi.
Allar kannanirnar eru framkvæmdar á grundvelli nafnleyndar og eru aðgengilegar bæði á ensku og íslensku.
Ensk útgáfa könnunarinnar opnaðist mánudaginn 9. maí og lokast föstudaginn 10. júní.
Íslensk útgáfa könnunarinnar opnast mánudaginn 23. maí og lokast föstudaginn 24. júní.
Við biðjum ykkur vinsamlega að taka þátt í könnuninni. Skoðanir ykkar eru mjög mikilvægar fyrir vinnuna við ytri úttektina.
Allar kannanirnar má nálgast á þessum tengli:
https://www.european-agency.org/audit-schools-survey
Vinsamlegast áframsendið skeytið á foreldra í ykkar skóla.
Bestu kveðjur,
Björn Rúnar Egilsson
Verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og SAFT