Umsókn í skólahljómsveit fyrir nemendur sem fæddir eru 2009 eða fyrr
Skólahljómsveitir í Reykjavík – Umsóknir v. 2017-2018
Tekið er á móti umsóknum í skólahljómsveitirnar fjórar í Reykjavík frá og með 24. mars næstkomandi, kl.09.00. Sækja þarf um í gegnum Rafræna Reykjavík (rafraen.reykjavik.is). Formlegur umsóknarfrestur er til 1. júní vegna skólaársins 2017-2018, en hægt er að skila inn umsóknum allt árið vegna yfirstandandi skólaárs hverju sinni.
Inntaka í hljómsveitirnar byggir á m.a. á tímasetningu umsóknar og hvort laust er á hljóðfærið sem sótt er um í skóla hvers barns. Hægt er að setja athugasemd í umsóknir um t.d. fyrra nám, biðlista og fleira. Þeir sem þegar hafa reynt að sækja um vegna næsta skólaárs eru beðnir að endurtaka umsóknina inn á rétt skólaár.
Frekari upplýsingar í frétt á vef Reykjavíkurborgar: http://reykjavik.is/frettir/opnad-fyrir-umsoknir-i-skolahljomsveitir
Sjá einnig kynningarblað um skólahljómsveitir 2017: http://reykjavik.is/sites/default/files/skolahljomsveitir_i_reykjavik_vor2017_kynning_.pdf
Með kveðju frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar