Til foreldra nemenda í 1. – 10. bekk Rimaskóla

Eins og flestum ykkar er kunnugt um þá hefur Gunnar matreiðslumeistari Rimaskóla til margra ára verið í veikindaleyfi allt frá byrjun þessa skólaárs.

Á þessum tíma hefur skólinn keypt heitar máltíðir frá Eldhúsi sælkerans.

Nú verður breyting á því að skólinn hefur ráðið Ragnar Ómarsson matreiðslumeistara til starfa í veikindaleyfi Gunnars. Raggi, eins og hann er kallaður, mun elda sína fyrstu máltíði n.k. mánudag 21. nóv. fyrir nemendur og starfsfólk Rimaskóla.

Raggi er þekktur og afar hæfur kokkur sem við í skólanum teljum mikinn feng í að fá til starfa. Hægt er að stofna til áskriftar við mötuneytið hvenær sem er inná rafrænni Reykjavík og á skrifstofu skólans.

 

Helgi Árnason Rimaskóli

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.