Til foreldra nemenda í 1. – 10. bekk Rimaskóla
Föstudaginn 16. sept. verður haldinn hinn árlegi Vísindadagur Rimaskóla á Degi íslenskrar náttúru.
Skv. skóladagatali 2016 – 2017 þá er dagurinn einn af 10 bláum dögum skólaársins, skóladagur með skemmri stundaskrá sem ætlað er að brjóta upp og auka á fjölbreytni skólastarfsins. Skóladagurinn verður frá kl. 8:10 – 12:00 og þá er lokið matartíma 5. – 10. bekkjar.
Nemendur í 1. – 4. bekk fara í mat kl. 12:00 og á eftir er boðið upp á gæslu, eingöngu fyrir þá nemendur sem skráðir eru í Tígrisbæ.
Aðrir krakkar fara heim eftir matartímann.
Áhugaverð vísindaverkefni og skipulagðar ferðir um nágrennið eru á dagskrá Vísindadags í Rimaskóla 2016.
Helgi Árnason Rimaskóli