Skólapúlsinn – könnun
Kæra foreldri/forráðamaður.
Skólinn notar sjálfsmatskerfið Skólapúlsinn til að fylgjast með og bæta innra starf skólans. Liður í því
er að spyrja foreldra í skólanum um gæði skólans, samskipti við skólann, virkni í skólastarfi og
námið heima fyrir.
Könnunin er lögð fyrir foreldra barna á öllum aldursstigum grunnskólans. Búið er til 120 foreldra
líkindaúrtak úr lista sem skólinn sendir inn í kerfið í janúar. Í minni skólum eru allir foreldrar skólans í
úrtakinu. Í þeim tilfellum þar sem tvö netföng eru skráð á foreldra er spurningalistanum skipt í tvennt
og helmingur listans er sendur á sitt hvort netfangið. Öðru hvoru foreldrinu eða báðum í sameiningu er
þó frjálst að svara báðum hlutunum.
Niðurstöður á yngsta, mið- og unglingastigi eru birtar með samanburði við landsmeðaltal í byrjun mars
svo lengi sem 80% svarhlutfalli hafi verið náð. Niðurstöðurnar eru jafnframt notaðar af starfsfólki
Skólapúlsins til að framkvæma tölfræðigreiningar m.a. fyrir fræðsluskrifstofur, ráðuneyti og
fræðimenn til að auka skilning á þroska og námsaðstæðum nemenda á landsvísu.
Sjálfsmatskerfið hefur verið tilkynnt til Persónuverndar undir númerinu S5590. Engum
persónuupplýsingum er safnað í Skólapúlsinum og því ekki hægt að sjá hver svaraði hverju.
Þetta bréf er sent til að upplýsa þig um fyrirhugaða gagnasöfnun skólans. Ef þú er mótfallin því að eiga
möguleika á að lenda í úrtakinu, hafðu þá samband við skrifstofu skólans eða ritaðu nafn þitt hér fyrir
neðan og skilaðu á skrifstofu skólans.
Nánari upplýsingar um sjálfsmatskerfið eru á www.skolapulsinn.is/um. Einnig er hægt að hringja í
starfsfólk Skólapúlsins, í síma 583-0700 eða senda tölvupóst á skolapulsinn@skolapulsinn.is