Skilaboð til foreldra frá Miðgarði
Komið þið sæl,
Við í Miðgarði og Gufunesbæ höfum verið að skanna hverfið síðast liðnar tvær vikur. Kortlagning þessa tveggja vikna hefur leitt í ljós að óæskileg hópasöfun er óveruleg í hverfinu. Þeir unglingar sem eru útivið eru gjarnan í boltaíþróttum á skólalóðum eða í annarri hreyfingu í hverfinu. Mikið er af fólki úti við s.s. fjölskyldur á leikvöllum, fólk á göngu eða úti að hlaupa og hjóla. Aðeins ber á hópasöfnun lítilla hópa eftir að útivistatíma er lokið í Spönginni. Við munum halda áfram að vakta hverfið á meðan samgöngubann stendur.
Meðfylgjandi er mynd með hvatningu til foreldra um aðhald og ábyrgð.
Þið megið gjarnan deila henni á ykkar samfélagsmiðlum.
Hér er hugmynd að texta til að hafa með á samfélagsmiðla:
Þar sem aðstæður í samfélaginu eru með öðrum hætti en við þekkjum er gott að minna á að aðhald og eftirlit er eftir sem áður mikilvægt fyrir börn og unglinga
Kveðja,
Guðrún Halla og Ragnar
Miðgarður, Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness
Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík.