Opnað fyrir umsóknir í tónlistarskóla 9. mars
0 Comment
Opnað verður fyrir rafrænar umsóknir um tónlistarnám í tónlistarskólum með þjónustusamninga við Reykjavíkurborg skólaárið 2017-2018 kl. 9:00 fimmtudaginn 9. mars.
Nemendur sem þegar stunda tónlistarnám í tónlistarskólunum þurfa að endurnýja umsóknir í samráði við sinn skóla.
Sótt er um í gegnum Rafræna Reykjavík – rafraen.reykjavik.is
Ef spurningar vakna hafið vinsamlegast samband við þann tónlistarskóla sem um ræðir.
Innritun í skólahljómsveitir Reykjavíkurborgar fer fram síðar og verður tilkynnt um það sérstaklega.
Með kveðju frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar