Minnum á vetrarleyfisdaga og styttri skólatíma á öskudegi

Glaðir krakkar

Eins og kemur fram á skóladagatali Rimaskóla skólaárið 2017-2018 er öskudagur einn af 10 “bláum skóladögum”. Þá er skólastarfið brotið upp með verkefnum sem auka á fjölbreytileika og ánægju. Skóladagurinn verður frá kl. 8:10 – 12:00 á öskudegi og vonumst við til að flestir nemendur mæti í furðufötum eða grímubúningum.

Næstu tvo daga frá öskudegi brestur á með vetrarleyfi í grunnskólum Reykjavíkur, dagana 15. og 16. febrúar.          

Öll kennsla fellur niður þessa tvo vetrarleyfisdaga.

Þess er vænst að foreldrar og nemendur kunni vel að meta þessa hvíld frá skólastarfi og njóti vetrarleyfisins.

 

Kennsla hefst að nýju eftir vetrarleyfi mánudaginn 19. febrúar stundaskrá

 

Skólastjóri

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.