Málið er brýnt– fræðslufundur um áhrif kláms – miðvikud 20. mars kl. 19.30 í Réttó
Hér er auglýsing um fræðslufund Foreldraþorpsins sem haldinn verður á miðvikudaginn kl. 19:30 í Réttó. Málið er mikilvægt og eitthvað sem allir foreldrar þurfa að fræðast um.
Nauðsynlegt er að efla forvarnir svo krakkar horfi ekki á klámefni sem gefi þeim ranghugmyndir um kynlíf, segir Dagbjört Ásbjörnsdóttir, kynjafræðingur. Taka á upp kynfræðslu frá 1. og upp í 10. bekk í tveimur skólum í Reykjavík í tilraunaskyni.
Niðurstöður rannsóknar sem Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir og Þórður Kristinsson framhaldsskólakennari gerðu á áhrifum kláms á viðhorf unglinga, sýnir að ungt fólk leitar eftir upplýsingum um kynlíf í gegnum klám. Kynfræðsla er ekki nógu góð og því geta hugmyndir þeirra um kynlíf verið mjög brenglaðar.
Dagbjört segir að aðgengi að klámi sé mun meira nú en áður. „Að sjálfssögðu held ég og rannsóknir styðja við það að það efni sem þau sjá á netinu hefur að sjálfssögðu áhrif á hugmyndir þeirra um kynlíf.“ Ekki sé vitað hvort skortur á kynfræðslu verði til þess að þau leiti í klám.
Hér má finna viðburðinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/394262104719848/