Lög foreldrafélags Rimaskóla

 1. gr.
  Félagið heitir Foreldrafélag Rimaskóla.
  Í félaginu eru allir foreldrar og forráðamenn nemenda í skólanum.
 2. gr.
  Markmið félagsins eru að:
  – Vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í skólanum.
  – Efla og tryggja gott samstarf foreldra og starfsfólks skólans.
  – Styðja heimili og skóla við að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði.
  – Koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál.
  – Standa vörð um réttindi barna til mennta og aukins þroska.
 3. gr.
  Til að ná þessum markmiðum hyggst félagið m.a.:
  – Stuðla að auknum kynnum barna, foreldra og starfsmanna skólans.
  – Starfa eftir þeim ákvæðum laga og reglugerða sem Alþingi og menntamálaráðuneytið setja um grunnskóla.
  – Koma með tillögur og hafa frumkvæði að endurbótum og þróunarstarfi í samvinnu við skólayfirvöld.
  – Kynna sér kennsluhætti og uppeldismarkmið skólans til dæmis með starfi í foreldraráði.
  – Koma á umræðu- og fræðslufundum um uppeldis- og skólamál.
  – Fjalla um og koma með tillögur um aðstöðu barna í skólahverfinu og stuðla að rétti þeirra til opinna leiksvæða. – Styðja eftir megni félgas- og tómstundastarf nemenda. – Taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög og samtök foreldra.
  – Skipa bekkjarfulltrúa í hverja bekkjardeild.
 4. gr.
  Stjórn félagsins er skipuð fimm forráðamönnum barna skólans og tveimur varamönnum. Stjórnin skal skipuð formanni, ritara, gjadkera og tveimur meðstjórnendum. Ritari gegnir jafnframt hlutverki varaformanns. Formaður skal kosinn sérstaklega. Aðrir stjórnarmenn skipta með sér verkum. Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi. Stjórnin skal kosin til tveggja ára í senn, tveir stjórnarmenn annað árið og þrír hitt árið. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum í öllum málum.
 5. gr.
  Á aðalfundi skal kjósa fulltrúa í foreldraráð til tveggja ára, tveir stjórnarmenn annað árið og þrír hitt árið.
 6. gr.
  Í upphafi skólaárs boðar formaður stjórnar til aðalfundar sem eigi skal haldinn síðar en 20. september ár hvert með að minnsta kosti sjö daga fyrirvara. Á fundinum fara fram venjuleg aðalfundarstörf auk annarra mála sem kynnt skulu í fundarboði.
 7. gr.
  Stjórn foreldrafélagsins er heimilt að skipa nefndir um afmörkuð viðfangsefni. Stjórnin setur nefndum verkáætlun í samráði við þær.
 1. gr.
  Í upphafi skólaárs skal kjósa tvo fulltrúa foreldra eða forráðamanna úr hverri bekkjardeild. Hlutverk bekkjarfulltrúa er að efla og styrkja samstarf foreldra og nemenda og leitast við að treysta samband heimilis og skóla innan hverrar bekkjardeildar. Bekkjarfulltrúar mynda fulltrúaráð foreldrafélagsins. Stjórn félagsins setur bekkjarfulltrúum starfsreglur.
 2. gr.
  Fulltrúaráðið skal koma saman eigi sjaldnar en þrisvar á skólaárinu. Stjórn félagsins undirbýr og boðar til þessara funda. Þar skulu rædd mál er varða markmið og starf foreldrafélagsins, starf foreldra í bekkjardeildum og verkefni foreldraráðs.
 3. gr.
  Stjórn félagsins getur sinnt ágreiningsmálum sem upp kunna að koma og varða félagsmenn og beitt sér að lausn þeirra, meðal annars með því að koma þeim á framfæri við rétta aðila.
 4. gr.
  Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi, enda sé það tilkynnt í skriflegri fundarboðun með minnst sjö daga fyrirvara. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.