Kæru foreldrar nemenda í unglingadeild Rimaskóla

Framundan er skíða- eða útivistardagur í unglingadeild.

Boðið verður upp á ferð í Bláfjöll til að gefa nemendum gott tækifæri til heilbrigðrar hreyfingar eða boðið upp á góðan göngutúr fyrir þá sem ekki vilja fara í Bláfjöll.

Farið verður í Bláfjöll þriðjudaginn 20.febrúar kl. 8:30 og komið heim sama dag kl.16:00.

Rútuferð fram og til baka kostar 1250 kr. og lyftukort kostar 810 kr. eða samtals 2060 kr.

Hægt er að leigja sér útbúnað á svæðinu. Það kostar 2270 kr. að leigja skíði eða bretti ásamt öðrum nauðsynlegum útbúnaði til að renna sér niður brekkurnar.

Þeir sem ekki ætla í Bláfjöll þurfa að mæta kl.8:30 með nesti í litlum bakpoka og í góðum fötum og góðum gönguskóm því ætlunin er að fara í langa gönguferð. Áætlað er að vera komin heim um tvöleytið.

Nemendur þurfa að koma með nesti, eða pening fyrir nesti, föt eftir veðri og þeir sem ætla ekki í skíðaferðina þurfa að koma með góða gönguskó fyrir göngutúr, en þeir munu einnig vera í útivist þennan dag.

Þeir sem ætla með í ferðina þurfa að skrá sig á þátttökulista hjá umsjónarkennara og borga fyrir rútuferð og lyftugjaldi í síðasta lagi þriðjudaginn 13.febrúar. Leiga á útbúnaði borga nemendur á staðnum.

Fyrir hönd umsjónarkennara
Ninna

Jónína Ómarsdóttir
Rimaskóli

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.