Kæri foreldri / forráðamaður
Sumardagurinn fyrst verður haldin hátíðlegur í Grafarvoginum 23. apríl 2015. Í ár lendir hann inn í miðri Barnamenningarhátíð sem er einstaklega skemmtilegt þar sem þessi dagur er hugsaður fyrir alla og sérstaklega börnin. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og hlökkum við til að fagna sumrinu með ykkur!
Kl. 11:30 Skrúðganga frá Spöng að Rimaskóla. Hljóðfæraleikarar úr Skólahljómsveit Grafarvogs leiða gönguna ásamt skátafélaginu Hamri.
Kl. 11:45 Skemmtun í og við Rimaskóla
. Agla Bríet úr Ísland Got Talent syngur
. Nemendur Tónlistarskóla Grafarvogs spila
. Danssýning ungmenna í Dansstúdíó World Class
. Skemmtiatriði frá félagsmiðstöðvum Gufunesbæjar
. Lína Langsokkur kemur í heimsókn
. Bríet Ísis úr Ísland Got Talent syngur
. Kynning á sumarstarfi Gufunesbæjar, Fjölnis, Útilífsskóla skátanna og Íshokkídeild Bjarnarins
. Leiktæki og hoppukastalar
. Veitingasala
. Andlitsmálun
Kl. 14:00 Sumarskákmót Fjölnis í hátíðarsal Rimaskóla. Mótið er opið öllum nemendum á grunnskólaaldri, skráning fer fram á staðnum og þátttaka er ókeypis. Leiknar eru sex umferðir og sex mínútna umhugsunarfrestur. Veglegir vinningar.
Kv, Sigyn
Njörður Njarðarson
Rimaskóli