Jólaskemmtanir kl. 8:30 og standa þær síðan stöðugt til kl. 11.45.

christmas-ornament-mdSkólinn setur alltaf upp glæsilega jóla-leiksýningu fyrir hver jól og að þessu sinni heitir verkið Grýla og gömlu jólasveinarnir, ný ævintýri, byggt á jólasveinaævintýrum Kristjáns Jóhannssonara sem komu út á bók um miðja 20. öld. Það eru um 50 nemendur 7. bekkjar sem koma að sýningunni sem er undir leikstjórn Eggerts Arnars Kaaber leiklistarkennara Rimaskóla. Jólasveinarnir 13 mæta til bæjar og Grýla, Leppalúði og jólakötturinn troða sér upp á sviðið í úrillu skapi. Kór undir stjórn Rakelar Maríu Axelsdóttur tónmenntakennara tekur þátt í sýningunni og sviðsmynd nemenda er glæsileg.

Á jólaskemmtun Rimaskóla verður einnig sýndur helgileikur og gengið í kringum jólatréð.

Við í Rimaskóla viljum vekja áhuga fjölmiðla á jólaskemmtun okkar og bjóðum ykkur velkomna til að taka myndir og nýta jólastemmninguna í skólanum í fréttir ykkar.

 

Með kveðju

Helgi Árnason

Skólastjóri Rimaskóla

GSM 6648320

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.