Hvítbók um umbætur í menntun

RN_01_IllugiGunnarssonSett eru fram tvö meginmarkmið um umbætur í menntun á Íslandi til ársins 2018:

  • 90% grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri
  • 60% nemenda ljúki námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma

Illugi Gunnarsson sagði frá Hvítbókinni um umbætur í menntamálum í hátíðarræðu sem hann flutti á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní.

Sett eru tvö meg­in­mark­mið fyr­ir árið 2018 til þess að ná markmiðunum:

Í fyrsta lagi að 90% grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri, en hlutfallið er nú 79%. Til að ná þessu markmiði er meðal annars lagt til að hlutur móðurmálskennslu verði aukinn í viðmiðunarstundaskrá aðalnámskrár grunnskóla. Einnig verði mótuð viðmið um þá lestrarkunnáttu sem nemendur eiga að búa yfir á hverju stigi grunnskólans, og að lesskilningur verði mældur reglulega allt frá leikskólastigi til loka grunnskóla.

Í öðru lagi er sett það mark­mið að hlut­fall nem­enda sem ljúka námi úr fram­halds­skóla á til­sett­um tíma hækki úr 44% og upp í 60%. Þessu markmiði verði náð með því að endurskipuleggja námstíma og stytta nám til lokaprófa, draga úr brotthvarfi og breyta skipulagi starfsmenntunar. Lagt er til að nám til stúdentsprófs miðist við þriggja ára námstíma og jafnframt verði unnið að styttingu starfsnáms.

Skimað verði fyrir áhættuþáttum brotthvarfs meðal nemenda allra framhaldsskóla. Starfsnám verði endurskoðað með einföldun grunnnáms og uppbyggingu fagháskólastigs í huga. Haf­ist verður handa strax í haust þegar verk­efna­stjór­ar verða ráðnir og sam­ráðshóp­ur verður skipaður með fulltrúum frá Samtökum at­vinnu­lífs­ins, Kenn­ara­sam­band­inu, Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga, Alþýðusambandi Íslands, Heim­ili og skóla ásamt fleiri aðilum. Í kjölfarið verður efni Hvítbókarinnar verður kynnt um allt land og unnið að góðri samstöðu um þau markmið sem sett eru fram.

„Framtíðarsýn okkar er að ungt fólk á Íslandi hafi sömu möguleika til þess að lifa og starfa í síbreytilegum heimi og jafnaldrar þess í löndum sem við viljum bera okkur saman við. Til að svo megi verða þarf að veita nemendum
á Íslandi tækifæri til menntunar í menntakerfi sem stenst samanburð við það sem best gerist erlendis“.

  • Hvítbók um umbætur í menntun
  • Ábendingar og athugasemdir við efni Hvítbókarinnar eru vel þegnar og óskast sendar á netfangið: postur@mrn.is og setja “Hvítbók” í efnislínuna.

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.