Hvatningarverðlaun á degi gegn einelti og nýtt myndband

Heil og sæl.

Í viðhengi er að finna fréttatilkynningu vegna dags gegn einelti en þar kemur fram hver hlýtur hvatningarverðlaun dags gegn einelti þetta árið og einnig eru upplýsingar um frumsýningu nýs myndbands í tilefni dagsins.

Dagur gegn einelti er nú haldinn í tíunda sinn en hann var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti hér á landi 8. nóvember árið 2011 og hefur síðan verið haldinn fyrsta virka dag kringum þá dagsetningu, sem er 9. nóvember þetta árið. Markmiðið er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti, hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu. Streymt var frá afhendingu hvatningarverðlauna á degi gegn einelti í morgun og hlaut Laufey Eyjólfsdóttir, kennari og umsjónarmaður með Olweusarverkefninu í Melaskóla, verðlaunin þetta árið.  Upptöku af streyminu er að finna á facebook-síðu Heimilis og skóla. Einnig var frumsýnt nýtt myndband sem Heimili og skóli settu saman í tilefni dagsins og er yfirskrift þess: Dagur gegn einelti – skilaboð til þín. Tengill hér: https://youtu.be/kfX56SoTNu4

 

Nánari upplýsingar og myndir í viðhengi.

 

Bestu kveðjur,

Hrefna Sigurjónsdóttir

Framkvæmdastjóri / Managing Director

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.