Foreldrafélög eru nú lögbundin skv. 9. gr. laga um grunnskóla. Við hvern grunnskóla skal starfa foreldrafélag. Það er á ábyrgð skólastjóra að sjá til stofnun þess og að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð. Hlutverk foreldrafélagsins er m.a. eftirfarandi:

• Að styðja við skólastarfið
• Stuðla að velferð nemenda skólans
• Efla tengsl heimilis og skóla
• Hvetja til virkrar þátttöku foreldra í skólastarfi
• Hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu

Dæmi um starfsáætlun í foreldrafélagi

Apríl
Aðalfundur, skýrslur stjórnar, nefnda og foreldraráðs. Kosinn formaður, stjórn skipti með sér verkum.

Maí
Stjórnarfundur, lögð drög að starfsáætlun næsta vetrar. Safnað saman bekkjarmöppum frá fráfarandi bekkjarfulltrúum. Vorhátíð.

Ágústlok 
Stjórnarfundur

September 
Fulltrúaráðsfundur, ýtt á að fráfarandi bekkjarfulltrúar útvegi eftirmenn sína. Þeir kallaðir saman til að undirbúa bekkjarfundi, bekkjarmöppum dreift. Bekkjarfundir í hverjum bekk fyrir 25. september í samráði við umsjónarkennara. Stjórnarfundur, gjarnan sameiginlegur með foreldraráði.

Október 
Stjórnarfundur. Fræðslufundur fyrir alla foreldra. Fulltrúaráðsfundur í samvinnu við foreldraráð, leitað eftir sjónarmiðum sulltrúanna um hvað eina er varðar skólann, börnin, félagið, bæjarfélagið. Málin rædd í árgangahópnum. Tilvalið að kjósa í nefndir eða starfshópa sem sinna afmörkuðum verkefnum svo sem jólaföndri, skólaþróun, matarmálum, vorhátíð, umferðarmálum o.s.frv. Fréttabréf sent til allra foreldra ef hægt er.

Nóvember
Stjórnarfundur, e.t.v. með stjórn nemendaráðsins.

Desember
Jólaföndur eða aðventuhátíð foreldra og barna, ýmist í bekkjardeildum eða fyrir allan skólann. (Einnig er hægt að skipuleggja álfagleði í byrjun janúar í staðinn fyrir jólaföndur.)

 

Janúar
Stjórnarfundur í samvinnu við skólastjórn og foreldraráð með einhverjum utanaðkomandi gestum t.d. fulltrúum úr skólanefnd og skólaskrifstofu, íþrótta/tómstundaráði til að ræða málefni skólans s.s. byggingar, lóð, hverfið/byggðarlagið og önnur mál er varða börn og fjölskyldur þeirra. Fræðslufundur fyrir alla foreldra eða árgangafundir með fræðslu sem höfðar til mismunandi foreldrahópa eftir aldri barna.

Febrúar 
Stjórnarfundur. Fréttabréf sent til allra foreldra. Bekkjarfundir í hverjum bekk.

Mars 
Fulltrúaráðsfundur. Stjórnarfundur. Nefndir ættu að hafa lokið störfum ef þær höfðu tímasett verkefni. Undirbúningur undir aðalfund, skýrsla stjórnar. Kjörnefnd tekur til starfa.

 

Dæmi um fjáröflunarleiðir:

 • Valgreiðslan í heimabanka
 • Jólakort teiknuð af nemendum, prentuð og seld 5-10 saman í búnti
 • Prentun á boli, peysur, húfur, Buff ofl með merki skólans
 • Leimfimi fyrir foreldra í íþróttasal skólans
 • Tölvunámskeið fyrir almenning í samvinnu við tölvukennara skólans
 • Matreiðslunámskeið í skólaeldhúsinu
 • Kaffisala og vöfflur á gróðursetningardegi, skólaslitum, vorhátíð
 • Flóamarkaður
 • Tónleikar þar sem kór skólans og nemendur sem leika á hlóðfæri troða upp
 • Bekkjarmyndir teknar í hverjum bekk og seldar með álagningu
 • Áheitasöfnun af einhverju tagi, gjarnan tengt námi
 • Styrktarlínur fyrirtækja í fréttabréf foreldrafélagsins
 • Samskot meðal foeldra á færðslufundum
 • Bingó með þátttöku foreldra og nemenda
 • Útgáfa ljóðabókar barnanna eða ritgerða
 • Félagsgjöld
 • Blómasala, vorlaukar