HANDBÓK FORELDRARÖLTS
0 Comment
Foreldrarölt myndar tengsl og stuðlar að auknu samtali milli foreldra í hverfinu. Með því að taka þátt í foreldrarölti kynnist þú öðrum
foreldrum og kynnist hverfinu þínu á annan hátt. Einnig hefur þú góð áhrif á hverfisbraginn og það félagslega umhverfi sem börn hverfisins
búa í. Nærvera fullorðinna þar sem unglingar hafa safnast saman hefur róandi og fyrirbyggjandi áhrif. Slík nærvera gefur unglingunum líka
tækifæri til að leita aðstoðar fullorðinna ef á þarf að halda.