Gróska – fræsðla fyrir foreldra

Hvernig geta foreldrar stutt við börnin sín til að efla þau í að takast á við áhættuþætti og hópþrýsting?

Gróska forvarnarfélagið stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra þriðjudaginn 22.október og langar mig að biðja ykkur um að koma þessum upplýsinum áfram til foreldra fyrir okkur. Meðfylgjandi er auglýsing fyrir viðburðinn og svo texti (hér fyrir neðan) sem gott væri að hafa í sjálfum póstinum.

 

Ef þið hafið einhverjar spurnigar verið endilega í sambandi

 

—————————————————

Gróska forvarnafélag Grafarvogs og Kjalarness stendur fyrir fræðslufundum fyrir foreldra í vetur.

Þriðjudaginn 22. október n.k. kl. 19:30-21:30 verður fræðslufundur fyrir foreldra í Hlöðunni við Gufunesbæ.

Á þessum fyrsta fundi verður fjallað um stöðu barna og unglinga í Grafarvogi út frá könnun Rannsóknar og greiningar. Jafnframt verður fjallað um hvernig foreldrar geti stutt við börn sín til að efla þau í að takast á við áhættuþætti og hópþrýsting.  Að lokum er lögð áhersla á samstarf foreldra að bættu samfélagi.

Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur Rannsóknar og greiningar og Sigríður Björk Einarsdóttir Framkvæmdastjóri SAMFOK verða með erindið:

„Það eru engir töfrar“

Að loknu erindi verða almennar umræður um efnið.

Gróska er forvarnafélag Grafarvogs og Kjalarness.  Í Grósku sitja fulltrúar skólastjóra, leiksskólastjóra, Borgarholtsskóla, foreldra, unglinga, Gufunesbæjar, Fjölnis, Heilsugæslunnar, Lögreglunnar, Grafarvogskirkju og Miðgarðs.

——————————————————————————-

Kveðja,

Ragnar Harðarson

Verkefnastjóri félagsauðs og frístunda

ragnar.hardarson@reykjavik.is

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.