Grenndarskógur Rimaskóla í Nónholti í Grafarvogi

Fréttatilkynning frá Rimaskóla

Á morgun, fimmtudaginn  4. júní munu allir nemendur í 6. bekk Rimaskóla taka þátt í leiksýningu sem sett verður á svið í hinum glæsilega grenndarskógi Rimaskóla sem er staðsettur í Nónholti innst í Grafarvogi.

Eggert Kaaber leikari og kennari við Rimaskóla hefur útbúið leikgerð við ævintýri og sögur af Hróa hetti og félögum hans, sýningu sem smellpassar við skógarreitinn í grenndarskóginum.

Áhorfendur færa sig til í skóginum á meðan á sýningunni stendur þar sem leikið er á nokkrum ”sviðum”.

Skólinn vígði grenndarskóginn í september 2004 og hefur í framhaldinu nýtt þetta einstaka land til margháttaðra verkefna allan ársins hring. Leiksýningin um Hróa hött er metnaðarfullt verkefni sem list-og verkgreinakennarar skólans hafa komið að og aðstoðað nemendur við undirbúning. Rimaskóli hlaut hvatningarverðlaun Skóla-og frístundaráðs árið 2012 fyrir verkenfið ”Útileikhús í skóginum”

Við viljum bjóða fjölmiðlum að mæta í grenndarskóg Rimaskóla í Nónholti (rétt fyrir neðan Vog SÁÁ) og vera viðstadda leiksýningarnar á morgun fimmtudag. Vonumst við til að fjölmiðlar sýni þessum einstaka viðburði áhuga og geri honum góð skil í framhaldinu á skjánum eða síðum blaðanna.

 …………………………

 Hrói höttur

 

Leikstjóri : Eggert A. Kaaber leikari og leiklistarkennari

 

Tónlist útsetning: Rakel María Axelsdóttir tónlistarkennari

 

Búningar, leikmunir og leikmynd: Jónína Margrét Sævarsdóttir myndlistarkennari og Haraldur Hrafnsson smíðakennari

 

Sýningar:            kl. 9:00    fyrir nemendur í 1. –  3. bekk 

  1. 10:45                    7. –  9. bekk        
  2. 12:00                 4. og 5. bekk

 

 

Með bestu kveðju

Helgi Árnason, skólastjóri    s. 411 7720 og 664 8320

 

 

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.