Glæsileg verðlaunahátíð í Rimaskóla á morgun 27.sept kl. 10.00

Á morgun fimmtudaginn 27. september kl. 10:00 – 10:30 verður efnt til glæsilegrar verðlaunahátíðar í hátíðarsal Rimaskóla í tilefni þess að nemendur skólans unnu þriðja árið í röð Grunnskólamótið í frjálsum 2018. Sigur vannst í öllum þeim fjórum árgöngum sem keppt var í .

Á verðlaunahátíðina mæta afreksíþróttamennirnir Aníta Hinriksdóttir og Guðni Valur Guðnason sem afhenda 4 glæsilega bikara auk þess sem hver árgangur skólans fær afhent 50.000 kr peningaverðlaun, að nýta til skólaferðalags í anda Heilsueflandi grunnskóla.

Rimaskóli sem er best þekktur  fyrir skákárangur nemenda hefur í gengum árin einnig átt yfirburðar lið í frjálsum íþróttum og flestum boltaíþróttum. Um þetta bera vitni  þéttsetnir bikaraskápar á aðalgöngum skólans.

Árangur Rimaskóla er að mati Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur einstakur og forystumenn á þeim bæ hrósa skipulagi og allri umgerð Rimaskóla við þátttöku. Að mati skólastjóra og kennara Rimaskóla, sem fylgja nemendum í Laugardalshöllina þar sem mótið er haldið, hefur þetta framtak eflt samkennd og sjálfstraust nemenda.

Allar nánari upplýsingar um verðlaunahátíðina veitir,

Helgi Árnason skólastjóri  í síma   664 8320

 

 

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.