Fulltrúaráðsfundur og aðalfundur SAMFOK

Ágæti fulltrúi í fulltrúaráði SAMFOK

 

Síðari fulltrúaráðsfundur SAMFOK verður haldinn mánudaginn 9. maí kl. 18 í Norðlingaskóla. Á fyrri fulltrúaráðsfundinn okkar í haust mætti m.a. Helgi Grímsson, nýr sviðstjóri Skóla- og frístundasviðs ásamt læsisráðgjafa og kynnti lestrarstefnu Reykjavíkurborgar.

Núna 9. maí ætlar Sif Vígþórsdóttir skólastjóri ætlar að sýna okkur skólann, fjalla um skóla án aðgreiningar og áherslur skólans varðandi börn með fjölþættan vanda, en Norðlingaskóli hefur víða fengið lof fyrir að standa sérstaklega vel að því að halda utan um þann hóp. Nýverið stóð SAMFOK í samstarf við fjölmörg önnur félagasamtök sem vinna að málefnum barna að lausnaþinginu “Börn sem passa ekki í kassa”. Sif mun einnig segja okkur frá skólaboðunardegi Norðlingaskóla sem er áhugavert fyrirbæri. Við munum síðan bjóða upp á léttar veitingar.   Gaman væri að sjá fulltrúa stjórnar og skólaráðsfulltrúa frá sem flestum skólum í Reykjavík og viljum við sérstaklega biðja þig að koma þessu áleiðis til stjórnar foreldrafélags og skólaráðsfulltrúa í þínum skóla.

Klukkan 19 hefst síðan aðalfundur SAMFOK með hefðbundnum aðalfundarstörfum. Hann ætti ekki að taka langan tíma og við hvetjum ykkur til að sitja áfram á aðalfundinum. Í viðhengi er aðalfundarboð ásamt lagabreytingum sem við biðjum þig um að senda áfram á alla foreldra í skólanum þínum. Textinn er bæði í viðhengi og hér að neðan í póstinum.

Með kærri kveðju, f.h. stjórnar SAMFOK Bryndís

Aðalfundur SAMFOK 2016

haldinn í Norðlingaskóla

mánudaginn 9. maí kl. 19.00 -20.00

Dagskrá:

  1. Ávarp formanns SAMFOK

Birgitta Bára Hassenstein.

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  • Skýrsla stjórnar
  • Skýrsla áheyrnarfulltrúa í skóla- og frístundaráði
  • Reikningar lagðir fram
  • Árgjald ákveðið
  • Lagabreytingar
  • Kosning stjórnarmanna
  • Kosning skoðunarmanna reikninga
  1. Önnur mál

 

Það vantar  tvo varamenn í stjórn til eins árs og við viljum biðja áhugasama um að senda okkur póst á samfok@samfok.is

Við vekjum athygli á að hverju og einu foreldri grunnskólabarns í Reykjavík er einnig á aðalfundinum frjálst að bjóða sig fram til stjórnarsetu í SAMFOK.

Foreldrar grunnskólabarna í Reykjavík eru hvattir til að mæta á fundinn.

 

F.h. SAMFOK

Bryndís Jónsdóttir

framkvæmdastjóri

 

Vegna 5. liðs aðalfundar um lagabreytingar þá gerir stjórn SAMFOK eftirfarandi tillögur að lagabreytingum, aðrar tillögur hafa ekki borist.

6 gr.: Stjórn SAMFOKS skal skipuð a.m.k. sjö fimm foreldrum grunnskólabarna í Reykjavík. Stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn, þrír tveir stjórnarmenn annað árið og þrír tveir hitt. Að auki skal kjósa tvo varamenn til eins árs í senn. Formaður er kosinn á aðalfundi en ð öðru leyti skiptir stjórn með sér verkum og velur a.m.k. varaformann og gjaldkera. Kjörtímabil er tvö ár. Hver stjórnarmaður getur að hámarki setið tvö kjörtímabil samfleytt í stjórninni. Hver formaður getur að hámarki starfað tvö kjörtímabil samfleytt.

__________________________

Bryndís Jónsdóttir

Framkvæmdastjóri SAMFOK

Háaleitisbraut 13, 2. hæð

S: 562 7720 – www.samfok.is

Við erum líka á Facebook 🙂

 

 

 

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.