Fortnite jafn ávana­bind­andi og heróín

Sam­kvæmt Vi­deo Game Revoluti­on VGR og ABC-frétta­stof­unni get­ur Fortnite, sem er vin­sæll tölvu­leik­ur sem mörg ung­menni spila dag­lega hér á landi, verið jafn ávana­bind­andi og heróín.

Fjöl­marg­ir sér­fræðing­ar, lækn­ar og heil­brigðis­starfs­menn hafa stigið fram að und­an­förnu og bent á þessa staðreynd.

Sam­kvæmt Epic Games voru spil­ar­ar í leikn­um yfir 80 millj­ón­ir í ág­úst á þessu ári. Tölvu­leik­ur­inn er ávana­bind­andi að sögn sér­fræðinga og get­ur haft áhrif á þroska barn­anna.

Dr. Jack Kru­se, sem er banda­rísk­ur tauga­sk­urðlækn­ir, benti á lífeðlis­fræðileg áhrif skjánotk­un­ar á börn. Hann seg­ir að ljósið frá skján­um minnki dópa­mín­fram­leiðslu í heila barn­anna sem geri þau bæði háðari leikn­um sem og þung­lynd á milli þess sem þau spila leik­inn.

Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­in (WHO) hef­ur nú skil­greint tölvu­leikjafíkn sem nýja teg­und af geðrösk­un í ell­eftu út­gáfu stofn­un­ar­inn­ar á alþjóðleg­um skil­grein­ing­um sjúk­dóma, bet­ur þekkt sem ICD.

Þeir sem þekkja til tölvu­leikjafíkn­ar hér á landi ít­reka mik­il­vægi þess að for­eldr­ar setji skýr mörk um dag­lega spil­un. Fram­halds­skóla­kenn­ar­inn og fyr­ir­les­ar­inn Þor­steinn K. Jó­hanns­son hef­ur látið mál­efni er snúa að tölvufíkn sig varða, enda skil­grein­ir hann sjálf­an sig sem tölvufíkil í bata. Hann seg­ir mik­il­vægt að við fylgj­umst með börn­un­um í tölv­unni, enda sé stjórn­leysi á þessu sviði ekki skárra stjórn­leysi í öðrum mál­um.

Lesa má meira um þetta hérna…..

UM HÖFUNDINN

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.