Foreldrarölt Foreldrafélags Rimaskóla
veturinn 201-15
Til hvers göngum við um hverfið?
- Fyrst og fremst vegna þess að okkur er ekki sama.
- Við viljum varna því að börnin okkar lendi í vanda.
- Við viljum koma í veg fyrir hópamyndun í hverfinu. Með röltinu getum við foreldrar haldið óæskilegum félagsskap fjarri hverfinu. Þetta er samvinnu verkefni okkar allra.
- Líkur á að unglingarnir lendi í aðstæðum sem ógna þeim eða hræða minnka þegar fullorðnir eru nálægir auk þess sem það gefur unglingum tækifæri til að leita aðstoðar ef á þarf að halda.
- Við verðum í góðum félagsskap og gott er að mynda tengsl við foreldra bekkjarfélaga barnsins okkar. Það er mikið auðveldara að hafa samband við einhvern sem við höfum hitt og þannig er hægt að leysa vandamál áður en þau verða stór og myndar gott stuðningsnet fyrir börnin okkar.
- Gott er að hreyfa okkur og njóta þess að ganga um fallega hverfið okkar í góðum félagsskap – allir velkomnir alltaf!
Af hverju þú?
Margir spyrja sig því hvers vegna þeir eigi að fara út af heimilinu,frá sínu barni til að passa annarra manna börn.
- Barnið þitt þarf á því að halda að þú þekkir foreldra bekkjarfélaganna.
- Við viljum öll búa í góðu hverfi
- Og þú hefur gott og örugglega gaman af því!
Hvernig á að hegða sér á foreldrarölti ?
- Mæting klukkan 22:00 við verslun 10-11 í Langarima.
- Í verslun 10-11 er svokölluð “röltmappa”. Foreldrar eru hvattir til að skrá í hana hvaða foreldrar mættu, hvert gengið var og hvort eitthvað hafi verið um að vera.
- Fínt er að láta sjá sig á um það bil hálftíma fresti á þeim stöðum þar sem líklegt er að krakkarnir haldi sig. Þetta eru til dæmis í kringum 10-11, við Rimaskóla, leikskólana og við Spöngina. Ágætt er að fara um það bil tvo hringi um hverfið eða eftir aðstæðum hverju sinni.
- Ef eitthvað er um að vera í Sigyn (félagsmiðstöðinni) þá er það yfirleitt á föstudögum og skemmtanirnar eru búnar um kl. 22.00. Þá er gott að vera einhversstaðar nálægt skólanum uppúr 22:00. Hægt er að sjá dagskrá Sigyn inná www.gufnes.is og finna Sigyn þar undir „félagsmiðstöðvar“
- Vert er að hafa í huga að það eru lög í landinu sem kveða á um útivistartíma barna og unglinga og þeim skal fylgja. Frá 1. sept. til 31.apríl mega 13-16 ára börn vera úti til kl 22:00. Miðað er við fæðingarár barns, ekki fæðingardag sem þýðir að börn sem eru í 10. bekk og eru 15 ára eru með lögbundin útivistartíma fram að áramótum til kl 22:00 Eftir það stjórna foreldrar útivistartímanum en þau bera ábyrgð á börnum sínum fram til 18. ára aldurs. Börn yngri en 13 ára mega vera úti til kl 20:00 yfir vetrartímann. Þessi lög eru barnaverndarlög og eru hugsuð börnum okkar til varnar.
- Við þurfum að vera til taks ef unglingarnir þurfa á okkur að halda.
- Ef eitthvað bjátar á eins og t.d. áberandi ölvun, læti, ung börn á ferð, ofbeldi, slagsmál eða eitthvað annað þá er hringt í lögregluna, í síma 444-1000 eða í 112. Tökum fram að við séum foreldrar á rölti.
- Við ræðum ekki málefni einstaklinga við óviðkomandi.