Foreldrar skákkrakka í Rimaskóla

SkákinMiðgarðsmótið í skák, á milli skáksveita grunnskólanna í Grafravogi og á Kjalarnesi, fer fram föstudaginn 10. apríl í íþróttahúsi Rimaskóla frá kl.9:45 – 12:00 á skólatíma.

Mikill skákáhugi hefur verið meðal nemenda Rimaskóla í vetur sem sést best á á góðri mætingu á æfingar Fjölnis á miðvikudögum í vetur.

Frammistaða nemenda skólans á jólamóti grunnskóla og Reykjavíkurmóti grunnskóla er líka skýrt dæmi um áhuga og færni Rimaskólakrakka í skák, drengjum og stúlkum.

Rimaskóli stefnir á að senda 5 skáksveitir á Miðgarðsmótið. Í hverri sveit eru 6 nemendur og varamenn.

Reiknað er með þátttöku 10 – 15 skáksveita á mótið frá skólunum í Grafarvogi og á Kjalarnesi.

Landsbankinn útibúið Vínlandsleið í Grafarholti styrkir mótið með því að gefa öllum þátttakendum bíómiða í SAMbíó Egilshöll. Allir þátttakendur fá veitingar í skákhléi frá Miðgarði og leyfi frá kennslustundum.

Keppt er um veglegan farandbikar og eignarbikar sem skólinn í efsta sæti fær til varðveislu og eignar.

Rimaskóli hefur frá upphafi (2006) unnið þessi verðlaun.

A sveit : Kristófer Jóel 10-SG , Jóhann Arnar 9-BAS, Kristófer Halldór 7-EH, Róbert Orri 7-EH, Hákon G. 6-HS , Mikael Maron 5-GH og Júlíus Örn 5-GH

B sveit: Nansý, Valgerður 8-ILK, Heiðrún Anna 8-IG, Ásdís Birna, Tinna Sif, Sara og Embla 3-KÞ (stúlknasveitin)

C sveit: Halldór Snær, Einar Bjarki, Guðmundur Búason, Júlíus Mar, Þorgeir Sölvi, Baldvin Þór (5-IK sveitin)

D sveit: Joshua, Hilmir, Anton Breki, Kjartan Karl, Aron G. og Kristófer Aron (skaksveit 4. bekkjar A)

E sveit: Ágúst Ívar, Ríkharð Skorri, Elvar Andri, Bjarki Kröyer, Eydís Arna og Árni Már (skáksveit 4. bekkjar B)

Vinsamlegast látið mig vita ef að einhver nemandi getur ekki eða kærir sig ekki um að þiggja gott boð um þátttöku á Miðgarðsmótinu. Góða skemmtun – Áfram Rimaskóli.

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.