Foreldrafélagið færði skólanum höfðinglega gjöf

Rimaskóli hefur oft litið á sig sem syngjandi skóli. Rakel María Axelsdóttir tónmenntakennari hefur haft mikinn metnað í að efla tónlistarsköpun nemenda. Í fyrra byrjuðum við með listgreinarúllur þar sem Rakel fékk færri nemendahópa inn til sín og gat meðal annars farið í að vinna með þeim margvísleg tónverk á hljóðfæri. Foreldrafélagið hefur veitt þessu athygli og kom í dag með gjafabréf í Tónstöðina í Skipholti.  Baldvin Örn formaður foreldrafélagsins afhenti gjöfina en Rakel María veitti henni viðtöku. Við þökkum kærlega fyrir og hlökkum til að halda áfram að vinna með tónlistarsköpun í Rimaskóla!

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.