Foreldradagur 28. október 2014
Ágætu foreldrar/forráðamenn nemenda í 2. og 3. bekk, 5. – 10. bekk
Þann 28. október n.k. verður foreldradagur í Rimaskóla. Foreldrar bóka viðtalstíma í gegnum Mentor líkt og í fyrra. Opnað verður fyrir bókanir á sama tíma í öllum árgöngum, þ.e. fimmtudaginn 23. október. Getið þið ekki mætt, af einhverjum ástæðum, þá vinsamlegast hafið samband við umsjónarkennara eða ritara. Athugið að nemendur eiga að mæta með foreldrum/forráðmönnum sínum í viðtal á foreldradegi.
Aðrir kennarar en umsjónarkennarar eru til viðtals í stofum sínum á foreldradegi og er ykkur velkomið að líta við hjá þeim. Það sama gildir um námsráðgjafa og hjúkrunarfræðing skólans.
Á foreldradaginn munu skólaliðar setja fram á borð við aðalanddyri 1. og 2. hæðar óskilamuni og fatnað.
Athygli foreldra er vakin á því, að fyrir þá sem eru með þjónustusamning við Tígrisbæ þá er opið þar á foreldradegi frá kl. 8:00 – 17:15. Fyrir þá nemendur sem jafnframt eru í mataráskrift verður afgreiddur í matsal skólans í hádeginu.
Með bestu kveðju.
Helgi Árnason skólastjóri