Desember hjá unglingadeildinni

Kæru foreldrar barna í unglingadeild Rimaskóla

Fram undan eru síðustu dagar ársins. Kennsla er skv. stundaskrá í unglingadeildinni í desember fram að jólafríi.

Börnin ykkar taka próf í stærðfræði og ensku í desember og eru prófin tekin í kennslustundum hjá viðkomandi kennara. Minnið börnin ykkar á það að skipulegur undirbúningur gefur öryggistilfinningu og er líklegur til að draga úr kvíða fyrir próf. Aðstoðið barnið ykkar við það að undirbúa sig vel fyrir þessi próf.

Aðventan er tími til að njóta, njóta samveru, kertaljósa og blikandi jólaljósa. Við ætlum að fara í göngutúr einn daginn í desember, fá okkur kakó annan daginn og fara í bíó í síðustu vikunni.

Jólaskemmtun unglingadeildarinnar er fimmtudagurinn 19. desember kl. 19:00 sem jafnframt er síðasti skóladagurinn hjá unglingadeildinni fyrir jól. Fyrsti kennsludagur eftir áramótin verður 3. janúar skv. stundaskrá. Meðfylgjandi er desemberáætlun hjá unglingadeildinni.

Megi börnunum ykkar ganga vel í prófunum og aðventan vera gefandi.

Smelltu hérna til að sjá dagskrá desember,,,

Með kærri kveðju
ykkar Ninna

Jónína Ómarsdóttir
Rimaskóli

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.