Brenna spurningar á þér varðandi nýja námsmatið?

Í vor verða lokaeinkunnir nemenda í 10. bekk í fyrsta skipti gefnar í bókstöfum.  Það er ekki eina breytingin því frá útgáfu aðalnámskrár árið 2011 hafa skólar einnig verið að breyta námsmati sínu í samræmi við hana og er um að ræða  mikið breytta hugsun í námsmati. Við vitum að bæði foreldrar og nemendur, sérstaklega í elstu bekkjum hafa ýmsar spurningar varðandi þetta nýja námsmat og einkunnakvarða. Við viljum því bjóða foreldrum og nemendum upp á einstakt tækifæri til að taka þátt í fræðslu- og umræðufundinum „Ertu klár?“  sem haldinn verður í Þróttararheimilinu 12. nóvember n.k. kl. 19.30-22.00,. 

Vinsamlegast sendu þennan póst á foreldra í skólanum þínum, sérstaklega þá sem eiga börn  í 9. og 10. bekk og hvettu þá til að nýta þetta tækifæri og koma ásamt börnum sínum, fá fræðslu, spyrja spurninga og taka þátt í umræðum.  

Við værum einnig þakklát fyrir að þið auglýstuð viðburðinn okkar á Facebooksíðum foreldrafélaganna. 

Hér er slóð á viðburðinn: https://www.facebook.com/events/406994346158111/

 Með góðri kveðju,

Bryndís

 

Kynning

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.