Betri svefn – fræðslufund fyrir foreldra þriðjudaginn 28. janúar

Gróska, forvarnarfélag Grafarvogs og Kjalarness heldur fræðslufund fyrir foreldra þriðjudaginn 28. janúar kl 19:30-21:00 í Hlöðunni við Gufunesbæ. Erla Björnsdóttir flytur erindið Betri svefn.

Betri svefn
Í þessum fyrirlestri mun Dr. Erla Björnsdóttir fjalla um mikilvægi svefns fyrir líkamlega og andlega heilsu, dægursveiflu og áhrif hennar á frammistöðu, fara yfir algeng svefnvandamál hjá ungu fólki og gefa góð ráð sem stuðla að bættum nætursvefni. Hvaða áhrif hefur svefn á líkamlega og andlega vellíðan? Hversu mikið þurfum við að sofa og hver eru áhrif þess að sofa of lítið? Hvaða áhrif hefur svefn á frammistöðu okkar og árangur.

 

 

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.