Afreks-og æfingameistarar Fjölnis 2016

Skák aprílVikulegar skákæfingar Fjölnis á miðvikudögum hafa undantekningarlaust verið afar vel sóttar í vetur. Um 30 – 40 börn og unglingar hafa mætt á hverja einustu æfingu, bæði drengir og stúlkur. Á síðustu æfingu vetrarins voru krýndir afreks-og æfingameistarar vetrarins líkt og undanfarin ár.

Sæmundur Árnason fyrirliði skáksveitar Foldaskóla hlaut afreksbikarinn að þessu sinni og Ágúst Ívar Árnason í Rimaskóla var valinn æfingameistari vetrarins en þar var valið erfitt þar sem fjöldi Fjölniskrakka voru með 100% mætingu.

Í fyrsta sinn var verðlaunað fyrir peðaskák. Leikskólabarnið Svandís Gunnarsdóttir er óumdeilanlega peðaskákdrottning Fjölnis því þessi væntanlegi Rimaskólanemi varð í 1. – 3. sæti á Peðaskákmóti Fjölnis á sumardaginn fyrsta og var einnig efst stúlkna á Peðajólaskákmóti Hugins í des. sl.

Helgi Árnason formaður skákdeildar Fjölnis hefur haft umsjón með Fjölnisæfingunum í vetur og haft unga og efnilega Fjölnisskákmenn sér til aðstoðar ásamt hópi foreldra sem hefur séð um veitingar og aðra ómetanlega aðstoð við þessar fjölmennu skákæfingar.

Svandís Gunnarsdóttir

Svandís Gunnarsdóttir

 

SKILDU EFTIR SKILABOÐ

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.